Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Lyfjaávísunum fjölgað um 16% frá 2016

18.06.2021 - 15:31
Hitamælir og alls kyns lyf.
 Mynd: sanja gjenero - RGBStock
Lyfjaávísunum fjölgaði um 16% á árunum 2016 til 2020 eða úr 3.483.334 ávísunum í 4.043.400 ávísanir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lyfjastofnun. 

 

Í tilkynningunni er einnig greint frá því að hér á landi hafi 76 apótek verið starfandi hér á landi að sjúkrahúsapóteki Landspítalans undanskildu. Stærstu apótekskeðjurnar eru Lyf og heilsa með 27 apótek í rekstri og Lyfja með 21.

Ekki er mikil breyting á milli ára þegar litið er til fjölda starfsfólks apóteka en apótekum hefur þó fjölgað um 15% frá 2016 samkvæmt tölum úr ársskýrslum Lyfjastofnunar.

Apótekum hefur fjölgað hvað mest á suðvesturhorninu en á höfuðborgarsvæðinu eru ríflega 66% apóteka landsins að finna.

Fjöldi íbúa á hvern afgreiðslustað lyfja er hæstur á höfuðborgarsvæðinu, 4.549 manns, en lægstur á Austurlandi, 1.356.
 

 

Andri Magnús Eysteinsson