
Grímuskylda í Sydney vegna útbreiðslu delta-afbrigðis
Grímuskyldan tekur gildi síðdegis í dag að staðartíma og er ætlað að gilda í fimm daga.
Þetta er í fyrsta sinn í meira en mánuð sem hópsmit kemur upp í borginni og er rakið til bílstjóra sem af og til ekur með flugáhafnir milli staða. Talið er að líklegast að sá fjórði hafi smitast eftir tiltölulega lítil samskipti í verslunarmiðstöð.
Yfirvöld segja að fólki sé óhætt að láta verða af öllum fyrirhuguðum viðburðum utandyra sé allra sóttvarnaráðstafana gætt.
Gladys Berejiklian forsætisráðherra Nýja Suður Wales segir alls ekki standa til að vekja með fólki ótta, en á hinn bóginn eru allir hvattir til að vera á varðbergi.
Auk grímuskyldunnar er lagt að íbúum Sydney að bera grímur innandyra í opinberum byggingum, spilasölum, stórmörkuðum og leikhúsum. Yfirvöld telja að þær ráðstafanir dugi til að hafa hemil á útbreiðslu veirunnar en svigrúm sé til að bregðast harðar við gerist þess þörf.