Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Grímuskylda í Sydney vegna útbreiðslu delta-afbrigðis

epa08529891 New South Wales Premier Gladys Berejiklian speaks to media during a press conference in Sydney, Australia, 06 July 2020. The Victoria-New South Wales border is set to be closed as the southern state struggles to contain a second wave of the deadly coronavirus.  EPA-EFE/JOEL CARRETT AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Íbúar í Sydney í Ástralíu þurfa frá og með deginum í dag að bera grímur í strætisvögnum eða öðrum almenningsfarartækjum. Heilbrigðisyfirvöld tóku þá ákvörðun eftir að fjórða tilfellið af hinu mjög svo smitandi delta-afbrigði kórónuveirunnar greindist í borginni.

Grímuskyldan tekur gildi síðdegis í dag að staðartíma og er ætlað að gilda í fimm daga.

Þetta er í fyrsta sinn í meira en mánuð sem hópsmit kemur upp í borginni og er rakið til bílstjóra sem af og til ekur með flugáhafnir milli staða. Talið er að líklegast að sá fjórði hafi smitast eftir tiltölulega lítil samskipti í verslunarmiðstöð.

Yfirvöld segja að fólki sé óhætt að láta verða af öllum fyrirhuguðum viðburðum utandyra sé allra sóttvarnaráðstafana gætt.

Gladys Berejiklian forsætisráðherra Nýja Suður Wales segir alls ekki standa til að vekja með fólki ótta, en á hinn bóginn eru allir hvattir til að vera á varðbergi.

Auk grímuskyldunnar er lagt að íbúum Sydney að bera grímur innandyra í opinberum byggingum, spilasölum, stórmörkuðum og leikhúsum. Yfirvöld telja að þær ráðstafanir dugi til að hafa hemil á útbreiðslu veirunnar en svigrúm sé til að bregðast harðar við gerist þess þörf.