Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Eriksen útskrifaður af sjúkrahúsinu

epa09265535 Christian Eriksen (R) of Denmark in action against Robin Lod (L) of Finland during the UEFA EURO 2020 group B preliminary round soccer match between Denmark and Finland in Copenhagen, Denmark, 12 June 2021.  EPA-EFE/Friedemann Vogel / POOL (RESTRICTIONS: For editorial news reporting purposes only. Images must appear as still images and must not emulate match action video footage. Photographs published in online publications shall have an interval of at least 20 seconds between the posting.)
 Mynd: EPA - RÚV

Eriksen útskrifaður af sjúkrahúsinu

18.06.2021 - 17:43
Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Hann hefur dvalið þar síðan hann fór í hjartastopp í fyrsta leik Danmerkur á Evrópumótinu í fótbolta í síðustu viku.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem danska knattspyrnusambandið sendi frá sér fyrr í dag. Þar segir að Eriksen hafi gengist undir aðgerð á hjarta, hitt liðsfélaga sína og ætli nú heim til sín og verja tíma með fjölskyldu sinni.

Eriksen hneig niður í leik gegn Finnlandi í síðustu viku og fór í hjartastopp. Sem betur fer náðist að bjarga lífi hans með skjótum viðbrögðum.