Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Brooklyn og Milwaukee mætast í oddaleik

epaselect epa09281736 Milwaukee Bucks forward Giannis Antetokounmpo (C) looks to pass during game six of the NBA Eastern Conference semi-final basketball playoffs between the Brooklyn Nets and the Milwaukee Bucks at Fiserv Forum in Milwaukee, Wisconsin, USA, 17 June 2021.  EPA-EFE/MATT MARTON SHUTTERSTOCK OUT
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Brooklyn og Milwaukee mætast í oddaleik

18.06.2021 - 08:10
Milwaukee Bucks og Brooklyn Nets mættust í sjötta leik liðanna um sæti í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Brooklyn þurfti að vinna leikinn til að slá Milwaukee út en það gekk ekki eftir. Khris Middleton og Giannis Antetokounmpo áttu góðan leik fyrir Milwaukee. Middleton var með 38 stig, 10 fráköst og fimm stolna bolta og Antetokounmpo með 30 stig og 17 fráköst.  Leiknum lauk með 15 stiga mun, 104-89 Milwaukee í vil, og þurfa liðin að mætast í oddaleik annað kvöld til að útkljá einvígið.

Atlanta Hawks getur komist í úrslit Austurdeildarinnar í kvöld með sigri á Philadelphia 76ers í sjötta leik liðanna en vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslitin. Staðan í einvíginu er 3-2 fyrir Atlanta. Philadelphia getur því knúið fram oddaleik með sigri.