Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ísraelski flugherinn gerir loftárásir á Gaza

17.06.2021 - 22:08
Smoke rises after an Israeli forces strike in Gaza City, Tuesday, Nov. 12, 2019. Israel killed a senior Islamic Jihad commander in Gaza early Tuesday in a resumption of pinpointed targeting that threatens a fierce round of cross-border violence with Palestinian militants. (AP Photo/Hatem Moussa)
Reykur liðast upp eftir árás Ísraelsmanna á hús í Gaza-borg í gær. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Ísraelski flugherinn gerði loftárásir á Gazasvæðið í kvöld eftir að svífandi gasblöðrur sem bera eldfimt efni voru sendar þaðan yfir landamærin að suðurhluta Ísraels. Þetta er þriðji dagurinn röð sem slíkar árásir eru gerðar.

AFP fréttaveitan greinir frá þessu og vitnar í yfirlýsingu ísraelskra hermálayfirvalda. Flugherinn sendi þotur á loft sem vörpuðu sprengjum á hernaðarmannvirki og eldflaugapalla sem tilheyra Hamas-samtökunum. 

Fréttamaður AFP á svæðinu segist hafa heyrt sprengingar kveða við í Gaza-borg í kvöld. Talsmaður ísraelska hersins staðfestir að sprengjum hafi verið varpað á borgina og á Khan Yunis á suðurhluta Gaza-svæðisins. 

Yfirmaður ísraelska hersins, Aviv Kohavi, kveðst vera við öllu búinn. Hann útilokar ekki að hernaðarátök haldi áfram og að haldið verði áfram að ráðast á mikilvæg skotmörk sem tilehri Hamas-samtökunum.

Þetta er þriðji daginn í röð að palestínskir vígamenn senda gasblöðrur yfir landamærin.  Vopnahlé komst á milli Ísraels og Palestínu þann 21. maí síðastliðinn. 

Þá höfðu átök staðið yfir í ellefu daga sem kostuðu 260 Palestínumenn lífið, að sögn yfirvalda á Gaza, og 13 manns í Ísrael, að sögn lögreglu og hersins þar.