Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Hæglætisveður á þjóðhátíð en heldur kalt fyrir norðan

17.06.2021 - 07:25
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV/Hólmfríður Dagný Friðj
Veðurstofan spáir norðlægri eða breytileg átt í dag sautjánda júni og sömuleiðis á morgun. Víða verður vindur fremur hægur.

Búast má við skúrum á víð og dreif, en sökum kulda fyrir norðan má búast við að beri á slydduéljum, einkum snemma morguns og að kvöldlagi.

Hámarkshiti næstu daga er í kringum 12 gráður, almennt 5 til 10 gráður að deginum en kaldara að næturlagi.

Gasmengun berst í suður frá gosstöðvunum í Geldingadölum og til suðausturs annað kvöld að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV