Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fiskeldi fyrirhugað í Viðlagafjöru við Heimaey

17.06.2021 - 03:23
Mynd með færslu
 Mynd: Ólöf Ragnarsdóttir - RÚV
Samkomulag hefur tekist með Vestmannaeyjabæ og fyrirtækinu Sjálfbært fiskeldi í Vestmannaeyjum ehf. að byggja upp fiskeldi í Viðlagafjöru á Heimaey.

Eyjafréttir greina frá þessu en málið var rætt á fundi bæjarráðs í dag. Áður hafði verið samþykkt viljayfirlýsing þessa efnis en nú felur bæjarráð bæjarstjóra að undirrita samkomulagið fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar.