Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

„Ertu vonlaus herra Hancock?“

17.06.2021 - 11:47
epa08414048 Britain's Health Secretary Matt Hancock arrives at Downing Street in London, Britain, 11 May 2020. After weeks of measures to stem the spread of the SARS-CoV-2 coronavirus which causes the Covid-19 disease, Boris Johnson set out a plan to reopen Britain on Sunday night. People who can't work from home are now actively encouraged to return to workplaces, but use of public transport is being discouraged. More outdoor activity is allowed, as is meeting one person from another household under limited circumstances.  EPA-EFE/NEIL HALL
 Mynd: EPA - RÚV
Matt Hancock heilbrigðisráðherra Bretlands telur sig ekki vonlausan, líkt og Boris Johnsson forsætisráðherra hafði á orði um hann í samskiptum við fyrrverandi aðstoðarmann sinn.

Algjörlega vonlaus. Þetta sagði Boris Johnsson forsætisráherra Bretlands um Matt Hancock heilbrigiðisráðherrra að því er kemur fram í skilaboðum sem Dominic Cummings fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherrans gerði opinber í gær. Cummings birti skjáskot af samtali á samskiptaforritinu Whats app. 27. mars í fyrra skrifaði Cummings Johnsson skilaboð um árangur Bandaríkjamanna í skimunum og segir að Bretar ættu að gera slíkt hið sama en Matt Hancock sé efins. Algjörlega vonlaus svarar Johnsson þá og bætti við blótsyrði. Matt Hancock var spurður út í ummæli Johnsons.  

Ertu vonlaus herra Hancock? Spyr blaðamaður. Hancock segist ekki halda það. Samtalið birti Cummings í langri færslu á bloggsíðu sinni. Þar kemur einnig fram að Johnson virðist hafa haft hug á því að skipta Hancock út. Bæði skjáskot virðast af samskiptum milli Cummings og Johnson og hefur ráðuneyti hans ekki neitað því að uppruni samskipanna sé ósvikinn. 

Cummings sem var driffjöðrin í sigrði Brexit-sinna 2016 lét af embætti ráðgjafa forsætisrráðherra í nóvember. Síðan þá hefur hann látið ýmislegt flakka og 7.000 orða bloggfærslan sem birt var í gær er nýjasta atlaga Cummings að forsætisráðherranum. 

Boris Johnson
 Mynd: Skjáskot
Skilaboðin sem Cummings birti.