Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Völlurinn uppspretta 40 prósent umsvifa á Suðurnesjum.

16.06.2021 - 09:28
Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - rúv
Í dag verðar kynntar niðurstöður tveggja ára vinnu um hvernig efla á atvinnulíf og styrkja innviði á Suðurnesjum í átt að sjálfbærri framtíð. Keflavíkurflugvöllur er uppspretta meira en 40 prósenta efnahagslegra umsvifa á Suðurnesjum.

 

Verkefnið er unnið í samstarfi við sveitarfélögin fjögur á Reykjanesskaga, Isavia, Kadeco og Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum. Málefnaflokkarnir eru fjórir; sjálfbært og aðlaðandi samfélag, blómlegt og fjölbreytt atvinnulíf, traustir og öflugir innviðir og vel menntað og heilbrigt samfélag.

28 þúsund manns búa í sveitarfélögunum fjórum á Reykjanesskaga og fjölgar enn þrátt fyrir erfitt atvinnuástand. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ sagði á rás tvö í morgun að atvinnulíf á svæðinu væri einhæf, því þarf að breyta segir bæjarstjórinn. Flugvöllurinn er uppspretta meira en 40 prósenta efnahagslegra umsvifa á Suðurnesjum. Hann segir nauðsynlegt að hækka menntunarstigið á svæðinu.

Á meðal hugmynda er stofun umhverfisháskóla. Það bíður sveitarfélaganna að fara yfir hugmyndirnar og útfæra þær.  Fundurinn verður í Hljómahöllinni og verður streymt á vefnum frá klukkan 12. Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra flytur ávarp og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra taka þátt í pallborðsumræðum.

 

Arnar Björnsson