Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Íranir kjósa forseta næstkomandi föstudag

epaselect epa09271207 Women supporters of Iranian presidential candidate Ebrahim Raisi hold pictures depicting him, during an election campaign rally in Tehran, Iran, 14 June 2021. Iranians will vote in a presidential election on 18 June 2021.   EPA-EFE/ABEDIN TAHERKENAREH
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Íranskir kjósendur velja sér nýjan forseta á föstudaginn kemur. Stjórnmálaskýrendur telja líklegt að íhaldsmaðurinn Ebrahim Raisi hafi betur gegn Hassan Rouhani sitjandi forseta. Sjö eru í framboði.

Raisi er sextugur og var áður æðsti maður dómskerfis Írans. Hann er afar tortrygginn í garð vesturlanda og hefur kallað Bandaríkin „hinn mikla Satan“ og „hroka heimsins“.

AFP fréttaveitan vitnar í stjórnmálaskýrendur sem telja ólíklegt að mögulegt kjör Raisis hafi áhrif á yfirstandandi samningaviðræður um kjarnorkusáttmála stórveldanna við Íran.

Bretar, Kínverjar, Frakkar, Þjóðverjar, Rússar og Bandaríkjamenn gerðu sáttmálann við Íran árið 2015 en ríkisstjórn Donalds Trump dró Bandaríkin út úr honum árið 2018. Jafnframt settu Bandaríkjamenn viðskiptaþvinganir á Írani sem höfðu veruleg efnahagsleg áhrif í landinu.  

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur lofað því að Bandaríkin taki að nýju þátt í sáttmálanum ef Íranir hætta að brjóta gegn ákvæðum hans.

Nái enginn frambjóðenda hreinum meirihluta í kosningunum á föstudag verður kosið aftur milli tveggja efstu viku síðar eða 25. júní næstkomandi.