Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Eldur við blokk í Jórufelli í Breiðholti

16.06.2021 - 21:31
Mynd með færslu
 Mynd: Ingimar Karl Helgason - Aðsent
Mikinn reyk lagði frá fjölbýlishúsi í Jórufelli í Breiðholti á tíunda tímanum eftir að kveikt var í mótorhjóli rétt við blokkina og eldur læsti sig í klæðninguna. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um eldinn klukkan 21:06 og hefur nú slökkt eldinn. Töluverður reykur barst inn í húsið og tjónið mikið. Ekki er vitað til þess að neinn hafi sakað.
Mynd með færslu
 Mynd: Haukur Holm - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Haukur Holm - RÚV
hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV