
Tvö ný kórónuveirusmit í Nuuk á Grænlandi
Landlæknir Grænlands Henrik L. Hansen greindi frá þessu í samtali við grænlenska útvarpið og segir að smitin hafi komið heilbrigðisyfirvöldum á óvart.
Gripið hafi verið til margvíslegra sóttvarnaráðstafana til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar í kjölfar sex smita sem upp komu í lok maí síðastliðins.
Hann segir leitt að þurfa að tilkynna að svo virðist sem mistekist hafi að hefta útbreiðsluna en nú sé að nýju leitað allra leiða til að stemma stigu við henni. Þar á meðal er smitrakning hafin í samvinnu við lögreglu.
Hansen kveðst efins um að nýtt smit hafi borist til bæjarins en segir að allt kapp verði lagt á að komast að hvort svo geti verið. Alls hafa 44 greinst með COVID-19 á Grænlandi, einn hefur þurft á sjúkrahúsdvöl að halda en enginn hefur látist af völdum sjúkdómsins þar í landi.