Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Hunsun Ronaldo kostar Coke fjóra milljarða dollara

Mynd með færslu
 Mynd: EPA

Hunsun Ronaldo kostar Coke fjóra milljarða dollara

15.06.2021 - 21:34
Markaðsvirði Coca Cola lækkaði um 4 milljarða dollara eftir að Cristiano Ronaldo ýtti tveimur gosflöskum fyrirtækisins til hliðar á blaðamannafundi í gær og hvatti áhorfendur til að drekka frekar vatn.

Þegar Ronaldo fékk sér sæti á fundinum í gær var búið að setja tvær gosflöskur fyrir framan sætið hans. Um leið og Ronaldo sá flöskurnar ýtti hann þeim til hliðar og úr mynd, á sama tíma tók hann upp vatnsflösku og setti á borðið og sagði viðstöddum að drekka vatn. 

Atvikið vakti miklar athygli og hluti í Coca Cola lækkuðu í verði í kjölfarið. Gengið var 56,10 dollarar fyrir blaðamannafundinn en lækkaði í 55,22 dollara eftir blaðamannafundinn. Þó að lækkunin þyki ekki veruleg minnkaði markaðsvirði fyrirtækisins um fjóra milljarða dollara. 

Coca Cola sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfarið þar sem kom fram að leikmönnum sé boðið upp á þrenns konar tegundir af drykkjum, Coca-Cola, Coke Zero og vatn.