Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Varanleg útlegð Trumps sögð óásættanleg

epa04760943 Prime Minister of Denmark Helle Thorning-Schmidt before working dinner for the Heads of Delegation on the occasion of the Eastern Partnership Summit hosted by the President of Latvia in Blackheads' House, Riga, Latvia 21 May 2015.  EPA
Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur. Mynd: EPA
Eftirlitsnefnd Facebook beinir því til samfélagsmiðilsins að yfirfara stefnu sína og endurskoða þá ákvörðun að útiloka Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, frá samfélagsmiðlinum ótímabundið.

Eftirlitsnefndin gerir ekki athugasemd við að Facebook hafi bannað Trump að nota miðilinn, en segir að ákvörðunin um útilokunin sé ótímabundin sé„óljós og ekki í samræmi við venjur“. 

Þá þykir nefndinni athugavert að ekki hafi verið horft til fréttagildis þess sem forsetinn fyrrverandi hefur fram að færa við ákvörðunina, en það er eitt af því sem nefnt er í reglum Facebook (Community Standards) að hafi áhrif á ákvarðanir.

Eigi að horfa til fréttagildis

Eftirlitsnefnd Facebook er ætlað að starfa sjálfstætt og vera óháð fyrirtækinu, en henni var komið á fót í árslok 2019 til að bregðast við gagnrýni á störf fyrirtækisins. Meðal þeirra sem eiga sæti í nefndinni er Helle Thorning-Schmidt, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur.

„Það sem við höfum sagt snýst minna um Trump og meira um Facebook og réttindi notenda,“ sagði Thorning-Schmidt í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CBS í morgun.

Donald Trump hefur verið í útlegð af samfélagsmiðlum frá því í janúar á þessu ári, eftir að hópur stuðningsmanna hans réðst inn í bandaríska þinghúsið. Var það mat æðstupresta á samfélagsmiðlum, sem og stjórnmálamanna og skýrenda víða af hinu pólitíska rófi, að forsetinn hefði með framgöngu sinni á samfélagsmiðlum átt þátt í því að fór sem fór.

„Upphafleg brottvikning Trumps forseta var rétt ákvörðun. Það liggur fyrir, en við erum hins vegar á því að ótímabundin útlegð sé ekki ásættanleg,“ segir Thorning-Schmidt.