Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Eriksen fór í hjartastopp en er farinn að brosa

epa09265535 Christian Eriksen (R) of Denmark in action against Robin Lod (L) of Finland during the UEFA EURO 2020 group B preliminary round soccer match between Denmark and Finland in Copenhagen, Denmark, 12 June 2021.  EPA-EFE/Friedemann Vogel / POOL (RESTRICTIONS: For editorial news reporting purposes only. Images must appear as still images and must not emulate match action video footage. Photographs published in online publications shall have an interval of at least 20 seconds between the posting.)
 Mynd: EPA - RÚV

Eriksen fór í hjartastopp en er farinn að brosa

13.06.2021 - 14:23
Læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, Morten Boesen, hefur staðfest að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp þegar hann hneig niður í leik Dana og Finna á Evrópumóti karla í fótbolta í gær.

Frá þessu segir blaðamaðurinn Mattias Karén á Twitter. Í færslunni kemur jafnframt fram að Eriksen hafi verið lífgaður við á vellinum í gær. Aðeins þurfti að beita stuðtækinu einu sinni en hann viti ekki hversu mjóu hafi munað á lífi og dauða hjá knattspyrnumanninum í gær. 

Þá hefur Karén eftir Kasper Hjulmand þjálfara danska liðsins að Eriksen segist ekki muna margt frá atvikinu og hann hafi meiri áhyggjur af félögum sínum. „Það er honum líkt,“ sagði Hjulmand og það hafi verið gott að sjá Eriksen brosa.