Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Nýjustu tölur: Bryndís Haraldsdóttir í öðru sæti

12.06.2021 - 21:15
Mynd með færslu
 Mynd: Arnar Páll Hauksson
Nýjustu tölur liggja fyrir úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi en þær voru birtar nú klukkan níu. Nú hafa verið talin 2984 atkvæði og leiðir Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, listann með 2441 atkvæði í fyrsta sæti. Ekki sóttust fleiri eftir fyrsta sætinu.

Atkvæðin skiptast svo sem stendur: 

Í fyrsta sæti með 2441 atkvæði er Bjarni Benediktsson. 

Í öðru sæti með 793 atkvæði í 1.-2.sæti er Bryndís Haraldsdóttir

Í þriðja sæti  með 996 atkvæði í  1.-3.sæti er Jón Gunnarsson

Í fjórða sæti með 1232 atkvæði í 1.-4.sæti er Óli Björn Kárason.

Í fimmta sæti með 1425 í 1.-5.sæti er Arnar Þór Jónsson

Í sjötta sæti með 1680 atkvæði í 1.-6.sæti er Sigþrúður Ármann. 

Skipting atkvæða hefur tekið nokkrum breytingum frá fyrstu tölum en þá var Jón Gunnarsson í öðru sæti og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja.