Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

KSÍ skoðar hegðun Eiðs

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

KSÍ skoðar hegðun Eiðs

12.06.2021 - 13:20
Greint var frá því á mbl.is í morgun að starf Eiðs Smára Guðjohnsen, aðstoðarþjálfara karlalandsliðs Íslands í fótbolta, héngi á bláþræði vegna myndbands af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur sem gengur nú manna á milli á internetinu.

Nú hefur Knattspyrnusamband Íslands svo birt tilkynningu á Twitter þar sem fram kemur að menn þar á bæ séu að afla frekar upplýsinga um málið og skoða næstu skref. 

Samkvæmt heimildum mbl.is hefur forysta KSÍ gefið Eiði þá tvo kosti að fara í áfengismeðferð eða missa starfið. Hann tók við hlutverki aðstoðarþjálfara í desember á síðasta ári.