Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tsitsipas í úrslit á risamóti í fyrsta sinn

epa09262780 Stefanos Tsitsipas of Greece celebrates winning against Alexander Zverev of Germany during their semi final match at the French Open tennis tournament at Roland Garros in Paris, France, 11 June 2021.  EPA-EFE/CAROLINE BLUMBERG
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Tsitsipas í úrslit á risamóti í fyrsta sinn

11.06.2021 - 17:35
Stefano Tsitsipas varð í dag fyrsti Grikkinn til að komast í úrslitin á risamóti í tennis þegar hann lagði Alexander Zverev af velli í undanúrslitunum í dag. Tsitsipas mætir annaðhvort Rafael Nadal eða Novak Djokovic í úrslitunum.

Hinn 22 ára Tsitsipas hefur þrisvar áður komist í undanúrslit á risamóti en aldrei unnið. Það breyttist í dag í spennuþrungnu einvígi þar sem hann hafði betur gegn Zverev. Tsitsipas byrjaði betur og vann fyrstu tvö settin áður en Zverev kom til baka og jafnaði í 2-2. Í úrslitasettinu var Tsitsipas sterkari og vann 6-3. 

Tsitsipas átti erfitt með að leyna tilfinningum sínum eftir að sigurinn var í höfn og sagði að hugurinn leitaði til baka í litla þorpið fyrir utan Aþenu þar sem hann fæddist.

Úrslitin fara fram á sunnudaginn en síðar í dag kemur í ljós hvort Tsitsipas mætir Nadal eða Djokovic.