Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Strókavirkni jókst í eldgosinu í nótt

Mynd með færslu
 Mynd: Vefmyndavél - RÚV
Strókavirkni í eldgosinu við Fagradalsfjall hefur aukist aftur eftir að verulega dró úr henni í gær.

Samkvæmt upplýsingum frá náttúruvárvaktinni á Veðurstofu Íslands er hraunrennslið stöðugt sírennsli, en breytilegt hvort það rennur neðanjarðar eða þeytist upp úr gígnum. Töluverður kraftur var í gosinu í nótt framundir klukkan þrjú og svo jókst krafturinn aftur undir morgun. Vísindamenn segja erfitt að túlka nákvæmlega hvað þetta þýðir.
 

holm's picture
Haukur Holm
Fréttastofa RÚV