
Óttarr Proppé nýr stjórnarformaður Unicef
Ný stjórn var enn fremur kjörin á fundinum og koma Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, Hjörleifur Pálsson, stjórnarformaður Háskólans í Reykjavík og Sýnar, og Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, ný inn í stjórn.
Fyrir eru í stjórn Sigríður Thorlacius söngkona, Kjartan Örn Ólafsson, Guðrún Hálfdánardóttir blaðamaður, Guðrún Nordal forstöðumaður Árnastofnunar og Jökull Ingi Þorvaldsson, menntaskólanemi og fulltrúi ungmennaráðs.
Hæstu framlög á heimsvísu
Á fundinum var ársskýrsla Unicef fyrir árið 2020 gefin út. Alls námu tekjur Unicef á Íslandi um 800 milljónum króna en enn eitt árið eru það hæstu framlög landsnefndar á heimsvísu sé miðað við höfðatölu.
Skrifast það að mestu leyti á heimsforeldra. Um 80% af tekjum Unicef á Íslandi koma þaðan.