Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Lalli í 12 Tónum, CSN&Y og ZZ Top

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Lalli í 12 Tónum, CSN&Y og ZZ Top

11.06.2021 - 17:22

Höfundar

Gestur þáttarins að þessu sinni er Lárus Jóhannsson – Lalli í 12 Tónum. Hann mætir með uppáhalds Rokkplötuna klukkan 21.00. Vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123.  

Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er tímamótaplata Tejas, fimmta hljóðversplata ZZ Top sem kom út í nóvember 1976. 

Tejas kemur úr máli Caddo ættbálksins sem voru frumbyggjar í Ameríku á Texas svæðinu. Tejas þýðir vinir og nafnið Texas kemur frá þessi orði - Tejas. 

Þegar þessi plata kom út var sveitin búin að senda frá sér eina plötu á ári frá 1971 og Billy Gibbons söngvari og gítarleikari ZZ Top hefur sagt um þessa plötu að sándið þeirra hafi soldið breyst með þessari plötu. Tækninni hafði fleygt fram árin á undan og þeir voru með betri og fleiri græjur í hljóðverinu þegar þeir voru að taka upp og það hafði áhrif á hvernig bandið hljómaði. 

ZZ Top er enn starfandi og sami mannskapur í sveitinni og gerði fyrstu plötuna 1971; Frank Beard (trommur), Dusty Hill (bassi) og Billy F. Gibbons (gítar og söngur). 

ZZ Top hefur reyndar ekki sent frá sér plötu síðan 2012 en það er plata í farvatninu og Billy Gibbons hefur sent frá sér þrjár sólóplötur á undaförnum árum. Sú nýjasta heitir Hardware og kom út núna 4. júní sl. Hún er til umfjöllunar í Rokklandi á sunnudaginn. 

Tejas fór hæst í 17. sæti bandaríska vinsældalistans þegar hún kom út. 

Frank Beard trommuleikari ZZ Top á afmæli í dag. Hann er 72 ára.

Lagalistinn:
Dimma - Minn þyrnikrans
ÓSKAR LOGI ÚR VINTAGE CARAVAN Á LÍNUNNI FRÁ AKUREYRI
Vintage Caravan - Whispers
ZZ Top - It´s only love (plata þáttarins)
Bruce Springsteen - No surrender
Trúbrot - In the country
VINUR ÞÁTTARINS
Trúbrot - Going
ZZ Top - Arrested for driving while blind (plata þáttarins)
Eric Clapton & Van Morrison - The rebels
SÍMATÍMI
Violet Grohl, Dave Grohl - Nausea
Black Sabbath - Sabbath bloody sabbath (óskalag)
Chvrches feat. Robert Smith - How not to drown
Stevie Ray Vaughan - Voodo chile (Slight return) (óskalag)
Killing Joke - The hum (óskalag)
Chernobyl Jazz Club - Sumarið er allt of stutt
ZZ Top - El Diablo (plata þáttarins)
GESTUR FUZZ - LALLI Í 12 TÓNUM
David Bowie - World on a wing
LALLI II
CSN&Y - Almost cut my hair
LALLI III
CSN&Y - Carry on
Primus - Winona´s big brown beaver (óskalag)
Utangarðsmenn - Þór (óskalag)
Neil Young & Crazy Horse - Ramada inn

 

Tengdar fréttir

Popptónlist

Jakob Smári - Utangarðsmenn og Deep Purple

Popptónlist

Grímur Atla - Sonic Youth og CCR

Popptónlist

Ólöf Erla - Deftones og Muse

Popptónlist

Ragnar Þór - Pink Floyd og Neil Young