EM í fótbolta hefst í kvöld með stórleik

epa09260773 Turkey's national soccer team players in action during a training session at the Olympic Stadium in Rome, Italy, 10 June 2021. Turkey will face Italy in their UEFA EURO 2020 group A preliminary round soccer match on 11 June 2021.  EPA-EFE/Ettore Ferrari (RESTRICTIONS: For editorial news reporting purposes only. Images must appear as still images and must not emulate match action video footage. Photographs published in online publications shall have an interval of at least 20 seconds between the posting.)
 Mynd: EPA-EFE - ANSA

EM í fótbolta hefst í kvöld með stórleik

11.06.2021 - 08:41
EM í fótbolta, EM 2020, hefst í kvöld ári síðar en áætlað var. Í opnunarleiknum mætast Tyrkland og Ítalía í A-riðli í Róm.

Knattspyrnuáhugamenn bíða eflaust spenntir eftir að opnunarleikurinn verði flautaður á í kvöld enda biðin eftir mótinu verið lengri en áður. Mótið hefur verið kallað EM allsstaðar enda mótið haldið í mörgum löndum víðsvegar um Evrópu. Úrslitaleikurinn verður leikinn á Wembley leikvanginum í Englandi en þá  verður einnig leikið í Rússlandi, Aserbaísjan, Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi, Rúmeníu, Danmörku, Skotlandi og Spáni.

Leikur Tyrklands og Ítalíu hefst klukkan 19 í kvöld en sjö leikir eru á dagskrá mótsins um helgina og er hægt að sjá dagskrána hér. Rétthafi mótsins er Stöð 2 Sport og er mótið því sýnt hjá þeim.

Riðlar EM 2020:
A-riðill: Tyrkland, Ítalía, Wales og Sviss

B-riðill: Danmörk, Finnland, Belgía og Rússland

C-riðill: Holland, Úkraína, Austurríki og Norður-Makedónía

D-riðill: England, Króatía, Skotland og Tékkland

E-riðill: Spánn, Svíþjóð, Pólland og Slóvakía

F-riðill: Ungverjaland, Portúgal, Frakkland og Þýskaland