Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Djokovic vann Nadal í mögnuðu einvígi

epa09263590 Novak Djokovic of Serbia celebrates winning against Rafael Nadal of Spain during their semi final match at the French Open tennis tournament at Roland Garros in Paris, France, 11 June 2021.  EPA-EFE/CAROLINE BLUMBERG
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Djokovic vann Nadal í mögnuðu einvígi

11.06.2021 - 21:55
Novak Djokovic tryggði sæti sitt í úrslitaleik Opna franska meistaramótsins í tennis eftir að hann hafði betur gegn Rafael Nadal í ótrúlegum undanúrslitaleik á milli þeirra.

Einvígi þeirra Djokovic og Nadal í kvöld fer trúlega í sögubækurnar en leikar stóðu yfir í rúmlega fjórar klukkustundir og gáfu yfirvöld áhorfendum leyfi til að brjóta sóttvarnarreglur til að geta klárað einvígið. Útgöngubann ríkir í Frakklandi eftir klukkan ellefu á kvöldin og þeir 5000 áhorfendur sem mættir voru á Roland Garros völlinn fengu leyfi til að rjúfa útgöngubannið og horfa á viðureignina allt til enda. 

Nadal vann fyrsta settið 3-6 og Djokovic það næsta með sama mun. Mesta spennan var í þriðja setti og þar tókst Djokovic að hafa betur 7-6 (7-4) eftir rúmlega 90 mínútna baráttu. Hann tryggði sér svo sigurinn í fjórða setti nokkuð örugglega, 6-2. 

Djokovic virtist algjörlega búinn á því eftir sigurinn og gat varla lyft upp höndunum til að fagna. Hann fær þó ekki langan tíma í hvíld því Stefanos Tsitsipas bíður hans í úrslitunum sem fara fram á sunnudaginn. 

Nadal hefur átt ótrúlegu gengi að fagna á mótinu á síðustu árum en þetta var aðeins hans þriðja tap í 108 viðureignum á Opna franska meistaramótinu. Hefði Nadal komist í úrslitin ætti hann möguleika á að bæta met Roger Federer og vinna sitt 21. risamót. Nú hefur Djokovic hins vegar möguleika á að vinna sitt 19. risamót verður hann þá einum sigri frá meti Nadal og Federer.