Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Martin rétt missti af úrslitunum

Mynd með færslu
 Mynd: Valencia Basket

Martin rétt missti af úrslitunum

10.06.2021 - 22:02
Valencia með Martin Hermannsson innanborðs tapaði oddaleik á móti Real Madríd í undanúrslitum um spænska meistaratitilinn í körfubolta í kvöld. Real Madríd vann leikinn 80-77 og einvígi liðanna 2-1.

Martin skoraði sjö stig í leiknum í kvöld, tók tvö fráköst og gaf tvær stoðsendingar fyrir Valencia. Martin varð þýskur meistari með Alba Berlín á síðustu leiktíð. Ljóst er að hann verður ekki spænskur meistari í ár þó svo framganga hans og Valencia á leiktíðinni hafi verið afar góð.

Real Madríd mætir annað hvort Barcelona eða Tenerife í úrslitum um spænska meistaratitilinn. Þau mætast í oddaleik annað kvöld.