Kig & Husk, Árstíðir og Skrattar í vandræðum

Mynd: Robert Wilk / Meanderings

Kig & Husk, Árstíðir og Skrattar í vandræðum

10.06.2021 - 15:15

Höfundar

Undiraldan er á rokk- og kúrekabuxum að þessu sinni og kynnir Kig & Husk sem er skipuð tveimur sjóuðum hetjum úr tónlistarbransanum, þeim Frank Ske Hall og Hössa Quarashi. Aðrir sem koma við sögu eru vandræðagemsarnir í Skröttum, Led By Lion, Axel O, Árstíðir, Bony Man og Greyskies.

Kig & Husk - So Long Holly

Lagið So long Holly er fyrsta smáskífa af væntanlegri fyrstu breiðskífu Kig & Husk sem er skipuð Frank Hall og Höskuldi Ólafssyni sem voru í Ske og Quarashi. Lagið og textinn er að þeirra sögn innblásinn af kvikmyndinni The Third Man frá 1959 þar sem persóna Orsons Wells heldur ódauðlega ræðu sem upphefur áhrif ófriðar og átaka á menningarlegar framfarir.


Skrattar - Trouble

Hljómsveitin Skrattar hefur síðustu misseri unnið að sinni fyrstu plötu, Hellraiser, sem kemur út fljótlega. Plötuna vinna þeir með Beau Thomas, sem hefur masterað fyrir Metallica, Madonnu og fleiri en lagið Trouble er einmitt fyrsti söngull af skífunni.


Led By Lion - Gimme Love

Led by a Lion eru þeir Bragi Eiríkur Jóhannsson söngvari, Smári Tarfur á gítar, Maggi Magg á trommur og Arnþór Ágústsson á bassa. Þeir hafa sent frá sér blúsaða rokkslagarann Gimme Love sem þeir tóku upp í Studio Stubenhus.


Axel Ómarsson - Here I Wanna Live

Kántrítónlistarmaðurinn Axel Ómarsson hefur sent frá sér enn einn kántrísmellinn og nú er það Here I Wanna Live. Í laginu nýtur Axel aðstoðar; Milo Deering á gítar, Steel John Carroll á rafgítar, Nate Coon á trommur, Jóhanns Ásmundssonar á bassa og Magnúsar Kjartanssonar á hljómborð.


Árstíðir - Meanderings

Lagið Meanderings er lagasmíði af gamla Árstíðar-skólanum þar sem liðsmennirnir þrír, Daniel, Gunnar og Ragnar leggja áherslu á þríraddaðan söng, kassagítar, banjo og ukulele. Hljómsveitin hefur oft á ferlinum verið líkt við hljómsveitir á borð við Crosby, Stills & Nash, en líklegast hefur það sjaldan átt jafn vel við og nú.


Bony man - If You Leave

Guðlaugur Jón Árnason samdi If You Leave í fyrra, þegar plata hans var komin langt á leið en hún er væntanleg síðar á árinu. Lagið kom þannig til að hann spilaði lagið fyrir Arnar Guðjónsson, upptökustjóra, sem lét hann taka það upp með click-tracki og fékk það sent nánast fullunnið daginn eftir.


Greyskies - Eyes

Greyskies er listamannsnafn Steinars Baldurssonar sem er 25 ára lagahöfundur og pródúsent. Hann gerði nýlega útgáfusamning við Öldu Music en hann hefur nú þegar gefið út lögin On The Run, Numb, Hurts So Bad og Rhoads af væntanlegri 11 laga plötu sem kemur út seinna á þessu ári