Jóhanna Lea komin í 16-kvenna úrslit

Mynd með færslu
 Mynd: GSÍ/Sigurður Elvar Þórólfss

Jóhanna Lea komin í 16-kvenna úrslit

10.06.2021 - 15:47
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, kylfingur úr GR, er komin í 16-kvenna úrslit Opna breska áhugamannamótsins í golfi.

Mótið fer fram í Kilmarnock í Skotlandi og er eitt sterkasta áhugamannamót í kvennaflokki á heimsvísu. Jóhanna Lea mætti heimakonunni Hazel Macgarvie í 32-manna úrslitum holukeppninnar og þegar komið var á 17. holuna tryggði Jóhanna sér sigurinn.

Nú síðdegis hóf Jóhanna svo leik í 16-kvenna úrslitunum nú síðdegis en þar spilar hún við Emily Toy frá Englandi. Sú vann þetta sama mót fyrir tveimur árum. Þegar þrjár holur eru eftir er Jóhanna Lea í góðri stöðu. 

Hér er hægt að fylgjast með stöðunni.