Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Enn liggur ekki fyrir hvenær þing lýkur störfum

10.06.2021 - 23:38
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Enn liggur ekki fyrir hvenær kemur að þinglokum. Hlé hefur verið gert á samingaviðræðum þingflokksformannana um þinglok en viðræðum verður fram haldið í fyrramálið.

Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins upplýsti í samtali við fréttastofu fyrir í kvöld að fundað hefði verið stíft í dag til að finna lausn sem allir gætu sætt sig við.

Hann segir mögulegt að þinglok verði á laugardag en ekki síðar en á miðvikudaginn. Þegar hefur verið ákveðið að nokkur áberandi ríkisstjórnarfrumvörp verði ekki afgreidd á þessu þingi en önnur bíða þess að verða rædd.

Það á sömuleiðis við um nokkur þingmannamál.  Þingfundi er lokið í kvöld en boðað hefur verið til næsta fundar í fyrramálið, 11. júní klukkan hálf ellefu.