Engin röð en 700 skammtar eftir

10.06.2021 - 16:46
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir
 Mynd: RÚV - Skjáskot
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins á enn 700 skammta eftir af bóluefni Janssen í Laugardalshöll og nú er þar engin röð. Fyrr í dag var fólki ráðið frá því að mæta þangað þar sem eftirspurn virtist mun meiri en framboð eftir að fjöldi fólks hafði verið boðaður samdægurs.

Þá hafði myndast löng röð sem náði langleiðina að Glæsibæ. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslunni, hvetur alla sem fengið hafa boð í dag að mæta til að klára skammtana. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV