Biles á spretti til að aðstoða keppinaut

epa07918040 Simone Biles of USA reacts during the Floor women's Apparatus Final at the FIG Artistic Gymnastics World Championships in Stuttgart, Germany, 13 October 2019.  EPA-EFE/DANIEL KOPATSCH
 Mynd: EPA

Biles á spretti til að aðstoða keppinaut

10.06.2021 - 17:36
Simone Biles, besta fimleikakona sögunnar heldur áfram að gleðja. Ekki aðeins hefur hún sýnt ótrúleg og á köflum lygileg tilþrif í mótum að undanförnu, heldur mátti sjá hana leggja mikið á sig til að hvetja keppinaut sinn áfram á bandaríska meistaramótinu um helgina.

Netverjinn Jessica Taylor tók eftir því að í gólfæfingum Jordan Chiles á mótinu um helgina mátti sjá Simone Biles hlaupa horna á milli til að leiðbeina Chiles og hvetja hana áfram við æfingar sínar. Chiles endaði þriðja á bandaríska meistaramótinu í fjölþraut á eftir Simone Biles sem sigraði með miklum yfirburðum og Sunisu Lee sem varð þriðja.

Þó þær Biles og Chiles hafi verið keppinautar í mótinu eru þær þó líka liðsfélagar í bandaríska landsliðinu. Það eru því greinilega miklir kærleikar á milli miðað við hvað Biles leggur mikið upp úr því að aðstoða Chiles eins og sést í myndskeiðinu hér fyrir neðan.

Tengdar fréttir

Fimleikar

Biles með erfiðustu gólfæfingu sem hefur verið gerð

Fimleikar

Simone Biles gerði það sem átti að vera ómögulegt

Ólympíuleikar

Biles gæti haldið áfram eftir ÓL í Tókýó

Ólympíuleikar

Biles tekur ár í viðbót og hættir svo