Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

„Af hverju tökum við ekki upp pólsku í stað dönsku?“

Mynd: Gríman / RÚV

„Af hverju tökum við ekki upp pólsku í stað dönsku?“

10.06.2021 - 20:27

Höfundar

Leikfélagið PólÍs fékk verðlaun sem sproti ársins á Grímuverðlaunahátíðinni. Hópurinn þakkaði sérstaklega pólska samfélaginu á Íslandi fyrir góðar móttökur.

Leikhópurinn setti á svið sýninguna Co za poroniony pomysł – Úff hvað þetta er slæm hugmynd! í Tjarnarbíói fyrr á árinu. Verkið er samstarfsverkefni pólskra og íslenskra sviðslistamanna.

Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, leikstjóri verksins, og Ólafur Ásgeirsson tóku á móti verðlaunum sem nefnast sproti ársins á Grímuverðlaunahátíðinni.

„Það er greinilegt að það er kominn tími á að skemmta Pólverjum á Íslandi,“ sagði Ólafur. „Og fyrst þessi slæma hugmynd fékk brautargengi þá erum við með aðra. Hún er: Af hverju tökum við ekki upp pólsku í staðinn fyrir dönsku í grunnskólum? Hvað þekkið þið marga Dani sem búa á Íslandi? En þetta er bara hugmynd.“

Verkið fjallar um kokkinn Cuba, og leikarana Olu og Óla sem ákveða að reyna að búa til vinsæla leiksýningu á pólsku. Með hlutverk Cuba og Olu fóru Jakub Ziemann og Aleksandra Skołożyńska.

Tengdar fréttir

Leiklist

Grímuverðlaunin afhent

Íslenskt mál

Óþolinmæði Íslendinga hamli tungumálanámi

Leiklist

Úff hvað þetta er slæm hugmynd!