Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Kórónuveirusmitum fjölgar í Bretlandi á ný

09.06.2021 - 17:28
epa09240693 People enter a Covid-19 vaccination centre in London, Britain, 01 June 2021. The UK government is pushing ahead with its vaccination program in its fight against the Delta variant that continues to spread across England. The UK government plans to lift lockdown restrictions completely 21 June.  EPA-EFE/ANDY RAIN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Alls 7.540 ný kórónuveirusmit voru greind í Bretlandi síðastliðinn sólarhring. Þau hafa ekki verið fleiri síðan 26. febrúar. Innlögnum á sjúkrahús vegna COVID-19 fjölgaði um tíu af hundraði síðastliðna viku frá vikunni þar á undan. Innlagnir eru þó mun færri en þegar farsóttin var í hámarki um miðjan janúar.

Bresk stjórnvöld áforma að slaka enn frekar á sóttvörnum 21. júní. Boris Johnson forsætisráðherra segir að ef bólusetning gegn veirunni gengur samkvæmt áætlun eigi það að verða óhætt, en staðan verði metin að nýju eftir helgi.

Samkvæmt rannsókn hagstofu landsins hafa áttatíu prósent Breta fengið mótefni gegn kórónuveirunni. Hætta er talin á þriðju bylgju faraldursins vegna hins bráðsmitandi delta-afbrigðis sem fyrst varð vart á Indlandi. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV