Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV

Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.
Hraunið orðið hundrað metrar að þykkt
09.06.2021 - 13:13
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur birt ný kort af gossvæðinu við Fagradalsfjall. Á meðal þess sem unnt er að sjá er þykkt hraunsins við gosstöðvarnar en í ljós hefur komið að mesta þykkt hrauns er komin yfir 100 metra en um er að ræða svæðið í kringum gjósandi gíginn.
Þykktarkort eru unnin með því að reikna mismuninn á milli landlíkana sem unnin eru út frá loftmyndum sem reglulega eru teknar af hrauninu og landlíkans frá því áður en gosið hófst.
Kortið sem Náttúrufræðistofnun vann í samstarfi við Landmælingar Íslands og Háskóla Íslands sýna stöðuna 2. júní. Sjá má að hraun nær hæst 100 metra hæð við þá hlið gígsins sem hraun rennur ekki niður. Í næsta nágrenni gígsins nær hraunið víða yfir fimmtíu metrum en úr hæðinni dregur því lengra sem frá gígnum hraunið rennur.