Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Fólki forðað vegna gróðurelda í Jerúsalem

09.06.2021 - 14:28
Smoke rises from the site of a wildfire behind the village of Abu Gosh near Jerusalem, Wednesday, June 9, 2021. (AP Photo/Oded Balilty)
 Mynd: AP
Íbúar tveggja þorpa í nágrenni Jersúsalem í Ísrael hafa verið fluttir á brott eftir að gróðureldur braust út á tveimur stöðum í útjaðri borgarinnar. Veginum milli Jerúsalem og Tel Aviv hefur verið lokað og ferðir járnbrautalesta milli borganna verið stöðvaðar. Tugir slökkviliðsmanna berjast við eldinn. Þeir nota meðal annars tíu slökkviliðsflugvélar við verkið.

Ekki er vitað um upptök eldanna. Þykkan, dökkan reyk leggur yfir þéttbýlissvæði og hæðirnar utan við borgina.

Greint var frá því á vef Jerusalem Post á þriðja tímanum að slökkviliðsmönnum hefði enn ekki tekist að ná tökum á eldunum. Allnokkrir gróðureldar hafa kviknað í Ísrael síðustu daga. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV