Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tónleikahald hefst á ný í New York

08.06.2021 - 16:48
epa07878523 US musician Dave Grohl performs on stage with his band Foo Fighters during Rock in Rio festival in Rio de Janeiro, Brazil, 28 September 2019. The festival runs from 27 September through to 06 October 2019.  EPA-EFE/MARCELO SAYAO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Tónleikahald er að hefjast að nýju í New York eftir að hafa legið í láginni frá því að COVID-19 faraldurinn blossaði upp í Bandaríkjunum í mars í fyrra. Tilkynnt var í dag að rokksveitin Foo Fighters yrði með tónleika í Madison Square Garden 20. júní. Einungis þeim áhorfendum verður hleypt inn sem geta sannað að þeir hafi verið bólusettir gegn kórónuveirunni.

David Grohl, forsprakki hljómsveitarinnar, sagði þegar hann greindi frá tíðindunum að eftir þessu hefði verið beðið í meira en ár.

Bruce Springsteen ætlar einnig að stíga á svið á næstunni. Hann tilkynnti í gær að tónleikaröð hans á Broadway hæfist að nýju 26. júní, en einungis fyrir bólusetta áheyrendur. Þá boðar Bill de Blasio, borgarstjóri í New York, að stórtónleikar verði haldnir í Central Park í ágúst til að fagna því að lífið sé að færast í sitt eðlilega horf á ný. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV