Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Sló tveggja daga gamalt heimsmet Hassan

epa06135893 Etiopia's Letesenbet Gidey (C) and Sifan Hassan (R) of the Netherlands cross the finish line in the women's 5,000m heats at the London 2017 IAAF World Championships in London, Britain, 10 August 2017.  EPA/SRDJAN SUKI
 Mynd: EPA

Sló tveggja daga gamalt heimsmet Hassan

08.06.2021 - 20:32
Eþíópíska hlaupakonan Letesenbet Gidey sló í kvöld heimsmetið í 10.000 m brautarhlaupi. Hún bætti þá heimsmet hinnar hollensku Sifan Hassan sem hafði aðeins staðið í tvo sólarhringa.

Gidey hljóp í Hengelo í Hollandi í kvöld á 29:01,03 mín. Hún bætti þar með heimsmet Hassan frá því á sunnudag um rúmar fimm sekúndur. Heimsmet Hassan var 29:06,82 mín., sett á nákvæmlega sama stað, á hlaupabrautinni í Hengelo í Hollandi.

Letesenbet Gidey er 23 ára, fædd árið 1998. Hún vann silfur í 10.000 m hlaupi á HM í frjálsíþróttum í Doha í Katar 2019. Þá laut hún í lægra haldi fyrir Sifan Hassan. Nú hefur hún hins vegar skákað henni með því að bæta glænýtt heimsmet Hassan. Ljóst er að það stefnir í hörku keppni milli Hassan og Gidey á Ólympíuleikunum í Tókýó sem hefjast í næsta mánuði.

 

Tengdar fréttir

Frjálsar

Sifan Hassan setti heimsmet