Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Ekkert smit innanlands annan daginn í röð

08.06.2021 - 11:00
Mynd með færslu
 Mynd: Grímur Jón Sigurðsson - RUV
Ekkert COVID-19 smit greindist innanlands síðastliðinn sólarhring en tveir á landamærunum sem bíða mótefnamælingar. Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna eru þetta mikil gleðitíðindi sem sýni að við séum á réttri leið. 

Yfir 1.600 sýni voru tekin innanlands í gær og 1.615 á landamærunum.  Nýgengi innanlandssmita lækkar ögn og er nú 11,5 á hverja 100 þúsund íbúa undanfarinn hálfan mánuð og á landamærum er það 2,7.

Nú eru 247 í sóttkví og 48 í einangrun. Einn liggur á sjúkrahúsi með COVID-19 og tæp 102 þúsund teljast fullbólusett. Í dag er stór dagur í bólusetningum með Pfizer.