Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Auður verður ekki á tónleikum Bubba

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Vikan

Auður verður ekki á tónleikum Bubba

08.06.2021 - 02:11

Höfundar

Bubbi Morthens tilkynnti á Twitter í gærkvöld að tónlistarmaðurinn Auður komi ekki fram á tónleikum hans í næstu viku. Auður átti að vera á meðal þriggja sérstakra gesta, en nafn hans hefur nú verið tekið burt af miðasöluvefnum Tix.is. Þær Bríet og GDRN verða sérstakir gestir á tónleikum Bubba í Hörpu 16. júní.

Nokkur fjöldi ásakana á hendur Auði hefur birst á samfélagsmiðlum undanfarið. Þar er hann meðal annars sagður hafa stundað kynlíf með stúlkum undir lögaldri og svipt ungar stúlkur frelsi. Auður birti sjálfur færslu á Instagram í gær þar sem hann segist hafa farið yfir mörk konu árið 2019. Hann skrifaði: „Ég veit ekki alveg hvernig næstu vikur eða mánuðir verða en ég veit að ég þarf að setja áframhaldandi sjálfsvinnu í forgang og ekki sinna öðru á meðan.“ 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

A post shared by Auður (@auduraudur)

UN Women á Íslandi fjarlægði allt markaðsefni þar sem Auður kemur fyrir vegna ásakananna. Þá greindi DV frá því í gær að Þjóðleikhúsið hafi mál hans til skoðunar. Hann tekur þátt í uppfærslu leikhússins á Rómeó og Júlíu og semur meðal annars hljóðheim verksins.

Tengdar fréttir

Innlent

Auður viðurkennir að hafa farið yfir mörk konu