Táningur gerði Djokovic lífið leitt

epaselect epa09253308 Novak Djokovic of Serbia in action during the 4th round match against Lorenzo Musetti of Italy at the French Open tennis tournament at Roland Garros in Paris, France, 07 June 2021.  EPA-EFE/IAN LANGSDON
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Táningur gerði Djokovic lífið leitt

07.06.2021 - 20:35
Keppni á Opna franska meistaramótinu í tennis hélt áfram í dag þar sem Novak Djokovic lenti í miklum vandræðum gegn ítalska táningnum Lorenzo Musetti. Djokovic náði á endanum yfirhöndinni áður en sá ítalski þurfti að hætta vegna meiðslna.

Djokovic, sem er í efsta sæti heimslistans, lenti strax í vandræðum gegn Musetti, sem situr í 76. sæti heimslistans. Musetti vann fyrstu tvö settin og áhorfendur trúðu vart eigin augum þegar Musetti tryggði sér sigurinn í öðru setti. Í þriðja setti byrjaði að draga verulega af Musetti og Djokovic vann það örugglega, 6-1. Djokovic var einnig í stuði í fjórða setti og vann það 6-0. Þegar Djokovic var kominn 4-0 yfir í fimmta setti varð Musetti að hætta keppni, hann var þá farinn að glíma við magakrampa og bakverki. 

Sigurinn tryggði Djokovic sæti í fjórðungsúrslitunum þar sem hann mætir öðrum Ítala, Matteo Berrettini. 

Rafael Nadal komst einnig í fjórðungsúrslitin í dag þegar hann vann Jannik Sinner örugglega. Nadal hefur átt afar góðu gengi að fagna á Roland Garros vellinum í París þar sem hann hefur ekki tapað setti síðan í úrslitunum árið 2019. Nadal er í öðru sæti heimslistans og stefnir ótrauður á að slá met Roger Federer með því að sigra sitt 21. risamót. Fari hann taplaus í úrslitin getur Nadal einnig bætt met Björns Borgs sem vann 41 sett í röð á árunum 1979-1981. 

Nadal mætir Þjóðverjanum Diego Schwartzman í næstu umferð.

Tengdar fréttir

Tennis

Serena úr leik í París

Tennis

Federer dregur sig úr keppni