Sigurður Guðmundsson - Kappróður

Mynd: Record Records / Kappróður

Sigurður Guðmundsson - Kappróður

07.06.2021 - 10:40

Höfundar

Tónlistarmaðurinn Sigurður Guðmundsson gefur út plötuna Kappróður þann 12. júní á vegum Record Records. Sigurður hefur komið víða við í tónlistarheiminum og er meðal annars í hljómsveitunum Góss, Baggalút og Hjálmum auk þess að vera landsmönnum vel kunnur fyrir tónlistina sem hann hefur gefið út með Memfismafíunni og Sigríði Thorlacius.

Lögin tíu á plötunni Kappróður eru öll tiltölulega nýleg og Siguður samdi þau öll auk textanna.

Sigurður naut liðsinnis einvalaliðs tónlistarmanna við gerð plötunnar. Kristinn Snær Agnarsson spilar á trommur, Þorsteinn Einarsson á rafgítar, Ásgeir Trausti Einarsson á kassagítar, Tómas Jónsson á píanó, rafpíanó og hljóðgervla, Andri Ólafsson og Steingrímur Teague sungu bakraddir en sjálfur lék Sigurður á bassa, gítara auk þess að syngja.

Upptökur fóru að mestu leyti fram í Hljóðrita undir stjórn Guðmundar Kristins Jónssonar sem einnig sá um hljóðblöndun og masteringu ásamt Sigurði sjálfum.

Plata vikunnar á Rás 2 er væntanleg plata Sigurðar Guðmundssonar,  Kappróður, sem verður spiluð í heild sinni eftir 10-fréttir í kvöld ásamt kynningum Sigurðar á lögum hennar, auk þess að vera aðgengileg í spilara.

Mynd með færslu
 Mynd: Record Records - Kappróður
Sigurður Guðmundsson - Kappróður