Serena úr leik í París

epa09251676 Serena Williams of the USA in action against Elena Rybakina of Kazakhstan during their fourth round match at the French Open tennis tournament at Roland Garros in Paris, France, 06 June 2021.  EPA-EFE/CAROLINE BLUMBERG
 Mynd: EPA - RÚV

Serena úr leik í París

07.06.2021 - 11:28
Stórstjarnan Serena Williams er úr leik á Opna franska risamótinu í tennis. Hún tapaði óvænt fyrir Elenu Rybakina í fjórðu umferð mótsins í gærkvöldi.

Rybakina sem er frá Kasakstan vann 2:0, fyrsta settið vann hún 6:3 og annað 7:5 eftir upphækkun. 

Serena þarf því að bíða enn lengur eftir að jafna met Margaret Court sem er sú sigursælasta í sögunni með 24 risatitla en Serena hefur unnið 23. Hún vann síðast Opna ástralska risamótið 2017. 

Næsta tækifæri gefst á Wimbledon-mótinu á Englandi sem hefst 28. júní. Það mót vann hún síðast 2016 en árið eftir eignaðist hún sitt fyrsta barn. 

Í gær dró Roger Federer sig úr keppni í karlaflokki eftir þriðju umferð vegna meiðsla og áður hafði Naomi Osaka hætt eins og frægt er orðið eftir að mótshaldarar reyndu að neyða hana til að koma í viðtöl.