Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Ekkert smit innanlands en tvö á landamærunum

Mynd með færslu
 Mynd: Freyr Arnarson - RÚV
Ekkert COVID-19 smit greindist innanlands síðastliðinn sólarhring en tveir á landamærunum. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur samskiptastjóra almannavarna, hefur gengið vel að ná utan um smit sem kom upp í síðustu viku og rekja má til búsetuúrræðis á höfuðborgarsvæðinu. 

Tveir greindust með virk smit á landamærum. Yfir 1.400 sýni voru tekin innanlands í gær og 2.556 á landamærunum sem Hjördís segir að sýni glöggt hve mjög ferðamönnum er að fjölga.

Alls eru 251 í sóttkví  og 50 í einangrun með virkt smit hér á landi. Nýgengi innanlandssmita er nú 11,7 á hverja 100 þúsund íbúa undanfarinn hálfan mánuð og á landamærum er það 3,8 .

Einn liggur á sjúkrahúsi með COVID-19 og tæp 102 þúsund teljast fullbólusett.