Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Andleg heilsa innflytjenda slæm

07.06.2021 - 10:32
Mynd með færslu
 Mynd: arnhildur hálfdánardóttir
Marktækur munur er á andlegri heilsu innflytjenda og innfæddra Íslendinga í kórónuveirufaraldrinum. Þetta sýnir rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins.

Skýrsluhöfundar segja að grípa þurfi til markvissra aðgerða til að koma í veg fyrir að andleg heilsa innflytjenda verði að langtímavandamáli.

Rúmur þriðjungur við slæma andlega heilsu

Könnunin var framkvæmd í nóvember og desember á síðasta ári og gögnum safnað með rafrænum spurningalista sem á níunda þúsund félagsmanna ASÍ og BRSB tóku þátt í. 

Andleg heilsa var metin á svokölluðum PHQ-9 sjálfsmatskvarða og spurt hve oft á síðustu 14 dögum þátttakendur hefðu uplifað tiltekin einkenni.

Fleiri innflytjendur en innfæddir sögðust finna nánast daglega fyrir öllum níu einkennum sem mæld voru. Þá uppfylltu 34,9% innflytjenda viðmið um slæma andlega heilsu, samanborið við 22,3% innfæddra.

Meðal hugsanlegra skýringa er að atvinnuleysi innflytjenda er þrefalt til fjórfalt á við innfædda og fjárhagsstaða þeim mun verri.

 

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV