Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Óraunhæft markmið að útrýma COVID-19

epa09001296 A Covid-19 vaccination centre in London, Britain, 10 February 2021. British Vaccines Minister Nadhim Zahawi has stated he was confident the NHS would be able to reach the target of immunising all those over the age of fifty by May. Some twelve million people across the UK have already received their first dose of a Covid-19 vaccine.  EPA-EFE/ANDY RAIN
 Mynd: EPA
Það er ekki raunhæft markmið að útrýma COVID-19 í heiminum, segir sérfræðingur á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Breska blaðið the Guardian hefur eftir David Nabarro, sérstökum ráðgjafa stofnunarinnar um COVID-19, að heimsbyggðin þurfi að læra að lifa með COVID-19 og koma í veg fyrir stórar hópsýkingar þegar ný afbrigði veirunnar koma fram.

Búist er við að þjóðarleiðtogar ræði faraldurinn og bólusetningar á fundi G7-ríkjanna sem hefst á föstudag. Boris Johnsson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í vikunni að brýnt væri að bólusetja allan heiminn fyrir lok næsta árs. Í kjölfarið hefur hann sætt harðri gagnrýni úr ýmsum áttum fyrir að vera einn af örfáum þjóðarleiðtögum sem standa í vegi fyrir því að einkaleyfi fyrir bóluefnum verði afnumin.

Nick Dearden, formaður samtakanna Global Justice Now, segir yfirlýsingu Johnsson sláandi: „Það eitt að setja tímamörk sýnir ekki leiðtogahæfni. Ef forsætisráðherrann vill tryggja að allur heimurinn verði bólusettur fyrir lok 2022 þarf hann að fylgja í fótspor Joes Biden og styðja að einkaleyfi bóluefna og lyfja við COVID-19 verði afnumin.“