Federer dregur sig úr keppni

epaselect epa09250276 Roger Federer of Switzerland in action against Dominik Koepfer of Germany during their third round match at the French Open tennis tournament at Roland Garros in Paris, France, 05 June 2021.  EPA-EFE/IAN LANGSDON
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Federer dregur sig úr keppni

06.06.2021 - 15:59
Svissneska tennisgoðsögnin Roger Federer er hættur keppni á Opna franska meistaramótinu í tennis. Federer sneri nýlega aftur til keppni eftir hnéaðgerð og vill fara rólegar af stað og einbeita sér frekar að Wimbledon mótinu síðar í sumar.

Federer og Spánverjinn Rafael Nadal eru sigursælustir frá upphafi í einliðaleik karla á risamótum í tennis. Þeir hafa unnið 20 risamót hvor. Federer vann Opna franska meistaramótið í fyrsta og eina sinn árið 2009.

Uppáhalds mót Federer hefur hins vegar verið Wimbledon mótið. Það hefur hann unnið átta sinnum eða oftast allra. Líklegt þykir að hann ætli að einbeita sér frekar að því í ljósi aðstæðna. Federer sem er orðinn 39 ára, var kominn í 16 manna úrslit Opna franska mótsins og átti þar að mæta Ítalanum Matteo Berrettini. Ítalinn er því kominn sjálfkrafa áfram í 8 manna úrslit.