Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Slímkennd froða ógnar lífríki við Grikkland

05.06.2021 - 07:44
epa09247106 An aerial photo made with a drone shows fishing boats on the Marmara sea covered by sea snot in Istanbul, Turkey, 04 June 2021. Because of global heating, blanket of mucus-like substance in Marmara sea increasing day by day threatens fishing industry and the environment. Sea snot is formed as a result of the proliferation of microalgae called phytoplankton in the sea. The biggest reason for this is that the water temperature in the Marmara sea is 2.5 degrees above the average of the last 40 years.  EPA-EFE/ERDEM SAHIN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Þykk, slímkennd, brúnleit froða þekur fjörur Marmarahafs við Grikkland. Fyrirbrigðið, sem kallað hefur verið sjávarhor, ógnar lífríki við strendur landsins. 

Náttúrufyrirbrigðisins varð fyrst vart í Tyrklandi árið 2007, en útbreiðslan nú er sú mesta sem menn hafa séð hingað til. Guardian hefur eftir sérfræðingum að fyrirbrigðið verði til vegna mengunar og hlýnandi loftslags. Hlýtt loft eykur vöxt þörunga sem mynda slímugu froðuna. 

Sjómenn við Marmarahaf eru hræddir um að slímið hafi slæm áhrif á veiðar. Sjómaðurinn Mahsum Daga segir þetta hafa þau áhrif á skelfisk að eftir að skeljarnar opnast nái þær ekki að loka sér aftur vegna slímsins. 

Muharrem Balci, líffræðiprófessor við Istanbul-háskóla, segir að þörungarnir komi í veg fyrir að sólarljós nái til sjávardýra þegar þeir verða svona þykkir. Auk þess valda þeir súrefnisskorti. Balci segir slímið nú þekja yfirborðið. Síðar sekkur það svo og kæfir lífkerfi sjávarbotnsins.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV