Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

ÁTVR innkallar bjór vegna sprengihættu

04.06.2021 - 13:52
Innlent · ÁTVR · Bjór · Innköllun · Neytendamál
Bjór
 Mynd: fskj - Ljósmynd/Brothers Brewery
ÁTVR hefur innkallað bjórinn Siglu Humlafley Session IPA frá brugghúsinu Brothers Brewery. Þetta er gert vegna hættu á að áldósirnar geti bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu.

Innköllunin nær til birgða sem merktar eru sem bestar fyrir 18. ágúst 2021.

Þeir sem hafa keypt bjórinn eru beðnir um að farga honum eða skila í næstu Vínbúð gegn endurgreiðslu.

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV