Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Óformlegar viðræður milli Skagafjarðar og Akrahrepps

Mynd með færslu
 Mynd: Jóhannes Jónsson - RUV.IS
Fulltrúar Skagafjarðar og Akrahrepps ræða nú saman um mögulega sameiningu. Í töluverðan tíma hafa verið uppi hugmyndir um að sameina sveitarfélögin.

Þegar Skagafjörður og Skagabyggð buðu öðrum sveitarfélögum á svæðinu til formlegra sameiningarviðræðna 2017 hafði sveitarstjórn Akrahrepps ekki áhuga á að taka þátt.

Hittust á fundi í gær

Nú eru aftur komið að þreifingum í málinu hjá fulltrúum Skagafjarðar og Akrahrepps sem hittust á fundi í gær. Viðræðurnar eru óformlegar og ekkert hefur verið ákveðið annað en að opna þessa umræðu á milli íbúa sveitarfélaganna tveggja. Þannig verður kannað hvort slíkar sameiningarhugmyndir yfirhöfuð hugnist íbúum.

Samráð við íbúa mikilvægast

Í samtali við Hrefnu Jóhannesdóttur oddvita Akrahrepps er það mikilvægasta í hugum kjörinna fulltrúa beggja sveitarfélaga að fyrstu skref séu að kanna forsendur sameiningar í samráði við íbúa svæðisins. Þegar áhugi íbúa sé orðinn skýr þá fyrst sé hægt að taka þau skref sem þarf til að móta framtíðarsýn fyrir sveitarfélögin.