Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Reglugerð um sóttkvíarhótel fallin úr gildi

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Það er ekki lengur skylda að dvelja í fimm daga á sóttkvíarhóteli eftir að fólk kemur til landsins frá skilgreindum áhættusvæðum. Sú reglugerð var felld úr gildi á miðnætti. 

Sóttkvína má framvegis taka út í sumarbústað, heimahúsi eða á hótelum sem bjóða upp á slíkt. Þá fellur reglugerð dómsmálaráðherra um bann við ónauðsynlegum ferðalögum frá skilgreindum áhættusvæðum einnig úr gildi í dag. 

Þeir sem komu til landsins frá rauðum löndum í gærkvöld þurfa hins vegar að dvelja fimm daga á sóttkvíarhóteli og Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður sóttvarnahúsa, sagði við fréttastofu í gær að það væri ekki svo að allir yfirgefi hótelin þegar reglugerðin félli úr gildi.

Sóttkvíarhótelin verða áfram opin, alla vega til 15. júní.