Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Þyrla gæslunnar flutti veikan göngumann á sjúkrahús

Mynd með færslu
 Mynd: Landhelgisgæslan - Facebook
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti útivistarmann frá Vestfjörðum á Landspítalann á öðrum tímanum í dag. Maðurinn sem er á miðjum aldri var í hópi útivistarfólks í Ósafirði fyrir botni Patreksfjarðar og missti meðvitund, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði.

Að sögn Hlyns Snorrasonar yfirlögregluþjóns á Ísafirði liggur ekki nákvæmlega fyrir hvað gerðist.  Lögreglufólk og sjúkralið fóru á staðinn og kallað var eftir aðstoð þyrlu gæslunnar sem var við æfingar á Vestfjörðum. 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV