Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Fulltrúar flokkanna á þingi í Silfrinu

Í Silfrinu mætast formenn eða fulltrúar flokkanna sem eiga sæti á þingi hjá Agli Helgasyni og Fanneyju Birnu Jónsdóttur. Þar verður sleginn upptaktur fyrir komandi kosningar í haust og rætt um áherslur í stjórnmálunum.

Útsending þessa síðasta Silfurs vetrarins hefst klukkan ellefu. Farið verður yfir kjörtímabilið sem er að ljúka og kosningarnar i haust.

Gestir þáttarins verða þau Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins. 

Einnig verða Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar í þættinum, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Inga Sæland formaður Flokks fólksins.

 

 

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Frettir's picture
Fréttastofa RÚV